Sonur
Kraftmikill, kappsfullur sýnir þú þor
knattleikni, lipurð og festu.
Fetar í föðurins fornfrægu spor
og fótar þig nálægt þeim bestu.

Skynsamur veistu að frægðin er föl
ef freistingar ná ekki taki.
Forðastu ungdómsins fávisku böl
sem fellir svo marga af baki.

Hörfðu til framtíðar, hyggðu til mennta
hagnýttu ráðin sem víðsýni jók.
Hlustað´á hjartað sem veit hvað mun henta
hugrökkum hnokka með bolt´eða bók.  
SiKri
1962 - ...


Ljóð eftir SiKra

Óttást
Og mennirnir elska
Kjarni
Ástin MÍN
Nú geispa grjótin á sandi
Sleppt
Svikul drusla
Hlutleysi
Sextán ár í sjóinn
Eldfim orð
Hvar?
Mánuður
Draumar
Endurnýjun
„Hjálpi mér“
Leiðangur
Heimferð
Sálumessa martraðar
Sjötta vitið
Að græða
Sönn hamingja
Við: ég & þú
Beggja blands
Ákvörðun
Eftirtekt
Afhjúpun
Lausn
Upprisa
\"Glötuð\" tilfinning
\"Pörfikt matz\"
Opnun
Bróðir
Kveðja
Mynd Guðs
Dóttir
Sonur
Gáta lífsins
Hugrenning um hamingju