Litla jólarósin
Litla jólarósin
Það var eitt sinn ein jólarós,
eitt ár er að jólum hné,
sem átti sér þá jólaósk
að verða jólatré.
En jólarósin í hljóði grét
því hún hafði aldrei séð
sinni stuttu ævi á
nokkurt jólatré.
Sjaldheyrð er nú á dögum
svo einlæg og góðhjörtuð þrá
en Drottinn gleymir engum sálum
þó svo að sálin sé smá.
Því sá hún seint á aðfangadegi,
innan um pakka og skraut,
tignarleg jólatré rétt hjá henni
og höfði af lotningu laut.
En út var napurt og mikil hríð
og gluggakistan köld,
því sveimaði lítið blómalíf
sinn veg til Guðs þetta kvöld.
Svo jólatréð með öll sín ljós
gaf, rétt fyrir náðarblund,
lítilli, visnandi jólarós
litla hamingjustund.
Það var eitt sinn ein jólarós,
eitt ár er að jólum hné,
sem átti sér þá jólaósk
að verða jólatré.
En jólarósin í hljóði grét
því hún hafði aldrei séð
sinni stuttu ævi á
nokkurt jólatré.
Sjaldheyrð er nú á dögum
svo einlæg og góðhjörtuð þrá
en Drottinn gleymir engum sálum
þó svo að sálin sé smá.
Því sá hún seint á aðfangadegi,
innan um pakka og skraut,
tignarleg jólatré rétt hjá henni
og höfði af lotningu laut.
En út var napurt og mikil hríð
og gluggakistan köld,
því sveimaði lítið blómalíf
sinn veg til Guðs þetta kvöld.
Svo jólatréð með öll sín ljós
gaf, rétt fyrir náðarblund,
lítilli, visnandi jólarós
litla hamingjustund.
03.11.2009
Samið fyrir Rauðakross Íslands.
Samið fyrir Rauðakross Íslands.