Hafið og eldspítan
Í stofu í Kópavogi ein eldspíta lá
Hún svaf værum blundi
En kveinkaði sér og stundi
Þar til að hún vaknaði og hafið sá.
Í hári hennar sjá mátti lítinn loga
Og hann dansaði dátt
Og snarkaði hátt
Og myndaði fagran ljósboga.
Út var með hana farið.
Kvöldið rautt sem rós
og kveikt var kertlaljós.
En lífið var henni falið.
Skyndilega hún tókst á flug
Gegnum loftið þaut
Og fögur höfði laut
Óhefluð með frjálsan hug.
Hún sá þar nálgast hafið bjarta
Sýn var fegurst sú
Og fyllti von og trú
Og gladdi lítið eldspítuhjarta.
Og hafði eldspítuna kyssti
Og faðmaði og dáði
Og ást sína ljáði
En eldspítan logann sinn missti.
Hún ástina frekar en lífið vildi
En engum gröm
Heldur hamingjusöm
Því það er ástin sem gefur lífinu gildi.
Hún svaf værum blundi
En kveinkaði sér og stundi
Þar til að hún vaknaði og hafið sá.
Í hári hennar sjá mátti lítinn loga
Og hann dansaði dátt
Og snarkaði hátt
Og myndaði fagran ljósboga.
Út var með hana farið.
Kvöldið rautt sem rós
og kveikt var kertlaljós.
En lífið var henni falið.
Skyndilega hún tókst á flug
Gegnum loftið þaut
Og fögur höfði laut
Óhefluð með frjálsan hug.
Hún sá þar nálgast hafið bjarta
Sýn var fegurst sú
Og fyllti von og trú
Og gladdi lítið eldspítuhjarta.
Og hafði eldspítuna kyssti
Og faðmaði og dáði
Og ást sína ljáði
En eldspítan logann sinn missti.
Hún ástina frekar en lífið vildi
En engum gröm
Heldur hamingjusöm
Því það er ástin sem gefur lífinu gildi.
17.02.2009