alkaljóð
Ég einn er og áttavilltur
auma fortíð flý
af áfengi og dópi er spilltur
í fjórðu víddinni bý

Stoltur fór ég að stela
stundum ég einnig laug
faglega reyndi að fela
fortíðar skítahaug

Ég eitraði líka aðra
sem áttu þó engan þátt
nagaði þá eins og naðra
og niðurlægði grátt !

Ég heiðarleikanum hennti
í haug þann sem áður gat
værukær varla ég nennti
í vinnu og við það sat

ég hugleiddi himna flótta
en hætti svo við það
hef líklega lamast af ótta
við að lenda á öðrum stað

Afskræmdar hugsanir höfðu
heltekið hugafar mitt
kvaldar frumur mig kvöldu
um kanabis,kúlur og spritt

Þá var ég kominn að þrotum
þol mitt búið var
nú að niðurlotum
og nálykt allstaðar

Hátt ofan af hörmungar fjalli
heyrðu GUÐ í mér
því nálega neyðarkalli
sem nú er beint að þér

GUÐ ég get ekki meira
glötun bíður mín
lát mig orð þitt heyra
leiddu mig til ÞÍN

Bara að ég bregðist ekki
blessuðu fólkinu nú
sem losaði um lífs míns hlekki
og leiddi mig í Trú.

Höf: ónefndur alkahólisti.  
Elfa María
1978 - ...
leyfi þessi ljóði að fylgja með þótt það sé ekki eftir mig :D


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm