Þig ég kveð,þó ég ei vil.
Ég hugsa um allt aftur,
varð loksins glöð og biturleikinn fór.

Sé mynd af þér,
bros færist á andlit mitt en niður kinnar fellur brotin gleði hjarta míns.
Lést allt betra verða, hann fór upp á við,
minn hamingju-mælikvarði.

Hitti þig,
sorg í hlé sig dró.

Hugsa nú um snertingu, hafði það einhverja merkingu?
Hugsa um kossa, varstu aðeins mig í smá tíma að lokka?
Hugsa um hlátur, var hann í alvörunni kátur?
Hugsa um bros, reyndiru að losna mér frá?
Hugsa um þig, vilduru ei mig?

Allt fer aftur, dagur minn er svartur,
heyrist aðeins djöfla skvaldur.
Reyni dag einn að gráta ei, mótvindur mér berst,
í mig fer sverð.


Gleymdu mér ei,því tindinn ég kleif en nú ég fell í djúp minningana.
Gleymdu mér ei, þó farin sé,
ég hér með þig kveð þó ég ei vil.
 
Dagný Pálsdóttir
1990 - ...


Ljóð eftir Dagný Pálsdóttir

Þú og ég.
Aðeins í draum mínum.
Eins og það vanti þig.
Stelpan
Eftirsjá þín kemur.
Lífið er....
Því?
Bíð þér á deit.
Hví?
Ég þennan dag eftir bíð.
Þig ég kveð,þó ég ei vil.
Reiðina upp úr værum svefni vekur.
Lygi orða þinna.
Þú yfir mér vakir.
Hann kom, hann hvarf, hann kom, hann hvarf.
Vegna þín.
Einn daginn, einn daginn ég næ.
Horfin eða gleymd?
Mamma mín.
Nú ég skil,ég nú skil ei.
Mannst þú, ég man
Gakktu inn, eða gakktu út.
Hugsa til okkar daga.
Þú veist ei.