Glansmynd
Sátt en samt ekki
mátt ekki særa mig meir
leikið hefur mig
marga hrekki
þeir verða ekki fleir
ekki einn, ekki tveir
aldrei meir

Þú ert ekki sá sem ég
hélt ég þekkti
þú hélst áfram
þrátt fyrir allt
og laugst
og blátt áfram blekktir
allt og alla

Nú mun ég horfa á þig og þína lygi
hrynja og falla

Stórt á þig lítur
og heldur að allir spili með,
en í raun á öllum brýtur
þar með talið sjálfum þér

Þegar raunveruleikinn kemur í ljós
þú munt ei lengur fá hrós
fyrir það sem bara var glansmynd
Þetta er svo mikil synd
því í raun ertu bara lítill drengur
sem heldur að hann sé happafengur
í allri lyginni
og þú ert hræddur og sár,
særður af þinni eigin hendi
og veist ekki hvar þú lendir
eða hvað þig hendir

Óttinn er það versta
hálfkák er ekki nóg lengur
þú verður að fara að gera þitt besta  
Lolita
1981 - ...


Ljóð eftir Lolitu

Ást við fyrsta bros
Ég er íslendingur!
Þú, með mér
Glansmynd
Nýr hvati
Þrá
Ástríða
Lán
Ekkert sem okkur vantar
Góðhjálp
Til Valgerðar
Dagbókin
Til vina minna
Þegar þú varst hér
Mein