Litli hræddi fuglinn
Brúna búrið heldur fuglinum föstum
Hann kemst ekki út sama hvað hann reynir
Hvort sem hann goggar,gargar eða sparkar
Að lokum gefst hann upp og sofnar.

Unga konan horfir á fuglinn berjast um
Hún veltir fyrir sér hvernig fuglinum líði
Hún veit það mæta vel – eins og henni
Ráðviltur, lítill ráðalaus- með bælda innri reiður.

Hún var bara lítil stúlka þegar búrið læstis utan um hana
Þegar hún átti að vera áhyggjulaus saklaust barn
Var hún beytt misnotkun,kúgun og ofbeldi
Sársaukabúrið læsti klónum sínum utan um hana.

Hún gekk út í lífið hrædd, reið og varnarlaus
Eins og fugl í búri, reyndi að gera eins og hinir
En vissi ekki hvers var ætlast til af henni
Hvernig normal líf ætti að vera, en reyndi þó

Á göngunni kynntist hún Guði sínum
Sem gaf henni lykil til að opna búrið
Og ganga út, læra nýja hluti, breytast
Hún fékk að kynnast sannri gleði og frelsi

Í gær gekk hún aftur inn í gamla góða búrið
Hún veit þar er vörn fyrir umheiminum
Í því getur fólk ekki séð líðan hennar
En hún getur það og það er svo vont

Þar sem hún situr í sársauka búrinu sínu
Sér hún að þótt hún flýgi annað folk
Flýr hún ekki sjálfa sig eða Guð
Skömmin og sárin eru líka þarna í búrinu

Grátandi fer hún að biðja til Drottins
Biður hann að hjálpa sér, taka skömmina
Lækna sárin, breyta erfiðleikunum í sigur
Sýna henni hvernig hún á að forðast búrið sitt

Þá sér hún að búrið hefur opnast á ný
Hún hefur val í dag, hvort hún er í búrinu
Eða leyfir Guði að halda á sér og búrinu sínu
Hún velur að láta Guð sjá um þetta allt
Hann getur þetta, ekki hún, það er alveg á hreinu.

EMG 09

 
Elfa María
1978 - ...


Ljóð eftir Elfu Maríu

Styrkur minn er
Syndir mínar bar
þú
þú ert
Sár misnotkunnar
Kveðjan mín
lækning sáranna
stöðug með þér
Fegurð
Syndaböndin
Þreyta
Demantur Drottins
Einstakur Drengur
Glerbrot sálarinnar
Tár streyma
Hvar varstu Jesús ?
Þjónn Guðs
Tré Drottins
Eldur Drottins
Veikindi
Uppsprettulindir
Rökkur stund
Áfall og Guð
Frú Höfnun
Græsla Guðs
Viðbjóðsleg setning
litli hræddi fuglinn
konan
alkaljóð
kveðjustund-Kristín Björk
Áætlun Guðs
feikirófa
hvar varstu móðir ?
Litli hræddi fuglinn
litla tætta stelpan
lífisins stormur
vansæla konan
kærleiksblóm