Sonur
Sonur minn með saklausu brúnu augun sín,
svo fallegur með ljósa hárið.
Hvert fórstu hvar ertu ég leita þín,
fastur í klóm fíknar svo fellur móðurtárið.

Dauðans barátta við dóp og vín,
blæðir stöðugt hjartasárið.

Djöflana hann berst við upp á líf og dauða,
dreymir´um að komast á réttan kjöl.
Helgreipum fíknin heldur í kauða,
kvalinn í fjötrum vill losna við böl.

Baráttan erfið við bölvun þess og drauga
sem beiskju valda og eilífðar sálarkvöl.

Fjölskyldan kvalin á sálu illa farin,
fallinn er og baráttan fyrir bí.
Djöfulsfíknin tælir á draumabarinn
dópið glepur fíknin hann áfram knýr.

Samviskulaus í hjartanu sýnist kalinn
heimurinn hruninn enn á ný.

 
H.Hildiberg
1963 - ...


Ljóð eftir H.Hildiberg

Sumar.
Úrhellið
Þokan.
Mót vindinum
Tækniöld
Gluggað í blöðin
Tindrandi stjörnurnar
Frjósemi hugans
Sumarið
Í sólinni
Regnið
Kollurnar á öldunum
VORIÐ
TANFAR
PEST
Vor
”ÞAÐ ER VON”
Druslan
Grátbólgin augu
Öfugmæla vorbræðingur
Sólin
Feigðin
Eitt augnablik
flöktandi skuggar
Dyrasíminn
Draugar fortíðar
Brostnar vonir
Tregatárin
HIMNARNIR FALLA
Ljóð
Sonur
Blóðrauð tár
Karp um guði
Brostið hjarta
Ömmustrákur
Ömmustúfur❤️
Brimið og vindurinn
Nýfallin mjöllin
Sorgin
Nístingskaldur vetur
LITLA SNÓT ❤️
Ljósið
Hver er tilgangurinn…
REGNBOGANS LÍF 🌈
Einmana sál
Rigningardagur
Hversu sárt.
Haustgolan
Brot úr hjartanu.
Rauði stóllinn
Dimmur dagur
Morgunskíman
HAMINGJULANDIÐ
Haustið
Fegurð jökulsins
Hugarburður
Fegurð náttúrunnar
SEXTUG