Sumarið
Ég tek mót sumrinu
fagnandi,
bjartar nætur framundan,
fagur fuglasöngur,
hvað er betra en íslenzka sumarið
með angan af nýslegnu grasinu,
lækjarsprænum skoppandi ,
fagurgulum sóleyjum
í túnunum,
fólki úti hjólandi, hlaupandi,
gangandi,
glaðværum börnum hoppandi,
leikandi, syngjandi
sem taka mót sumrinu
hlæjandi.  
HB. Hildiberg
1963 - ...


Ljóð eftir HB. Hildiberg

Sumar.
Úrhellið
Þokan.
Mót vindinum
Tækniöld
Gluggað í blöðin
Tindrandi stjörnurnar
Frjósemi hugans
Sumarið
Í sólinni
Regnið
Kollurnar á öldunum
VORIÐ
TANFAR
PEST
Vor
”ÞAÐ ER VON”
Druslan
Grátbólgin augu
Öfugmæla vorbræðingur
Sólin
Feigðin
Eitt augnablik
flöktandi skuggar