Tindrandi stjörnurnar
Heiðskír himininn
á köldu vetrarkvöldi,
tindrandi stjörnurnar
mánaskinið bjart,
norðurljósin
um himinhvolfið svífa,
íðilfögur, eggjandi,
ósnertanleg fegurðin.

Dolfallin, dreymandi
starir upp
í himinhvolfið,
teygir armana
titrandi
upp til stjarnanna
heilluð af fegurð
og mikilfengleika
himinhvolfsins.

 
HB. Hildiberg
1963 - ...


Ljóð eftir HB. Hildiberg

Sumar.
Úrhellið
Þokan.
Mót vindinum
Tækniöld
Gluggað í blöðin
Tindrandi stjörnurnar
Frjósemi hugans
Sumarið
Í sólinni
Regnið
Kollurnar á öldunum
VORIÐ
TANFAR
PEST
Vor
”ÞAÐ ER VON”
Druslan
Grátbólgin augu
Öfugmæla vorbræðingur
Sólin
Feigðin
Eitt augnablik
flöktandi skuggar