

Heiðskír himininn
á köldu vetrarkvöldi,
tindrandi stjörnurnar
mánaskinið bjart,
norðurljósin
um himinhvolfið svífa,
íðilfögur, eggjandi,
ósnertanleg fegurðin.
Dolfallin, dreymandi
starir upp
í himinhvolfið,
teygir armana
titrandi
upp til stjarnanna
heilluð af fegurð
og mikilfengleika
himinhvolfsins.
á köldu vetrarkvöldi,
tindrandi stjörnurnar
mánaskinið bjart,
norðurljósin
um himinhvolfið svífa,
íðilfögur, eggjandi,
ósnertanleg fegurðin.
Dolfallin, dreymandi
starir upp
í himinhvolfið,
teygir armana
titrandi
upp til stjarnanna
heilluð af fegurð
og mikilfengleika
himinhvolfsins.