Draumar
Yfir veröld víða
svífur draumafjöld
gegnum götur þröngar
inn í huga manna.
En hvað skyldi gerast
ef einn einmana draumur týnist?
Hugsun að engu verður,
leikur ei um vangann.
Hvað kemur fyrir þá drauma
sem afvegaleiddir eru?
Einir og engum góðir,
tilgang sinn aldrei finna?
Eru þeir þá draumar
ef þeir skapa engin undur
og andköf engin eru,
ef vitundin aldrei þá finnur?
Hvað verður um þá drauma?
Renna þeir út og deyja?
Súrna þeir og sýkjast?
Dofna þeir og hverfa?
Sá draumur sem aldrei finnur
í huga einhvers bólstað
og sjónum lifandi virðist,
var hann þá nokkuð draumur?
svífur draumafjöld
gegnum götur þröngar
inn í huga manna.
En hvað skyldi gerast
ef einn einmana draumur týnist?
Hugsun að engu verður,
leikur ei um vangann.
Hvað kemur fyrir þá drauma
sem afvegaleiddir eru?
Einir og engum góðir,
tilgang sinn aldrei finna?
Eru þeir þá draumar
ef þeir skapa engin undur
og andköf engin eru,
ef vitundin aldrei þá finnur?
Hvað verður um þá drauma?
Renna þeir út og deyja?
Súrna þeir og sýkjast?
Dofna þeir og hverfa?
Sá draumur sem aldrei finnur
í huga einhvers bólstað
og sjónum lifandi virðist,
var hann þá nokkuð draumur?
15. desember 2013 - Þjóðarbókhlaðan