kuldinn
ég hef oft sagt að kuldinn fari mér best.
þá er ég föl í takt við tímann,
og leið í takt við birtuna,
og það er allt saman gott og blessað.

því ég hef svo ótrúlega oft brennt mig.
og þess vegna eru kalsár kærkomin.
því kuldinn brennir ekki,
og það er allt saman gott og blessað.

og kuldinn er svo grimmilega góður.
því hann hrifsar af þér andann,
og murkar úr þér lífið,
og það er allt saman gott og blessað.

svo ef ég verð einhvern tímann úti,
í skjóli kalfrosts og blindhríða,
þá er það allt saman gott og blessað
og kærkomið sem kalsárin.  
karja
2000 - ...


Ljóð eftir körju

kamelblús
ástríðulausa stelpan
þvottadagar
kuldinn