loforð
þeir svíkja sjaldan, sem lofa litlu
og þess vegna bið ég þig ekki um að lofa
því loforð sem gefin eru upp í ermi
eru loforð sem skila ekki miklu

en loforðin þín virtust ósköp einlæg
og þess vegna vildi ég trúa þeim
því með gefnu loforði beint frá hjartanu
léstu mér finnast ég góð og mikilvæg

en ekkert sem þú getur sagt mér núna
mun skila sér inn og nýtast mér
því ef það skilar sér ekki til þín að lokum
þá sé ég í alvöru ekki tilganginn
með því að læra það

en öll orðin þín virtust ósköp einlæg
og þess vegna vildi ég trúa þeim
því þau komu langflest beint frá hjartanu
og þess vegna fannst mér ég góð
og kannski mikilvæg
 
karja
2000 - ...


Ljóð eftir körju

kamelblús
ástríðulausa stelpan
þvottadagar
kuldinn
garðaprjón á pósthússtræti
þessi stelpa (vol. I)
lífið er lag
hryggbrotin
rauður bíll
pláss
a.m.k. (ég hata þetta orðasamband)
veistu
kletturinn
loforð
að ganga sólin á enda
einskismannskona
bleiki silkináttkjóllinn (vol. I)
þessi stelpa (vol. II)
bleiki silkináttkjóllinn (vol. II)
ég vona
óðurinn til barnæskunnar