bleiki silkináttkjóllinn (vol. II)
ég pakkaði bleika silkináttkjólnum.
hann skiptir ekki lengur máli,
og mig langar ekki að vera í honum.

ég dró fyrir gluggann minn.
svo myrkrið tæki alveg yfir,
og sólarrifurnar kæmust ekki inn.

ég veit núna að sólin er löngu farin.
og ég vissi það allan tímann.
alveg eins og freknurnar þínar,
hvítu rúmfötin,
og þú.
 
karja
2000 - ...


Ljóð eftir körju

kamelblús
ástríðulausa stelpan
þvottadagar
kuldinn
garðaprjón á pósthússtræti
þessi stelpa (vol. I)
lífið er lag
hryggbrotin
rauður bíll
pláss
a.m.k. (ég hata þetta orðasamband)
veistu
kletturinn
loforð
að ganga sólin á enda
einskismannskona
bleiki silkináttkjóllinn (vol. I)
þessi stelpa (vol. II)
bleiki silkináttkjóllinn (vol. II)
ég vona
óðurinn til barnæskunnar