kamelblús
ég vissi að þetta var búið
þegar reykt camel blue retta
lyktaði ekki lengur eins og ást.

ég vissi að þetta var búið
þegar lögin þín stungu mig
í staðinn fyrir að ylja mér

ég vissi að þetta var búið
þegar reiðin tók mig yfir
oftar en ástríðan gerði það

en núna, þegar þetta er búið
lyktar blár camel eins og ljúfar minningar
lögin þín, hljóma eins og ástin þín
og reiðin er hvergi sjáanleg

og þeir segja að þú vitir ekki
hvað átt hefur
fyrr en misst hefur

en ég vissi hvað ég átti
og ég missti það samt.
 
karja
2000 - ...


Ljóð eftir körju

kamelblús
ástríðulausa stelpan
þvottadagar
kuldinn