bleiki silkináttkjóllinn (vol. I)
þú baðaðir þig í sólarrifunum frá gluggatjöldunum
og ég var ekki viss hvort hún væri að koma eða fara
sólin það er að segja.

ég var í bleika silkináttkjólnum.
þú veist, þessum sem ég hengi alltaf upp þegar það koma gestir
til að gefa herberginu
og mér
smá karakter.

en ég var allavega að skoða þig
telja freknurnar á nefinu þínu
sem virðast safnast upp með hverju sumrinu sem við eigum saman
og ég vissi þá, að svona vildi ég alltaf vera.
liggjandi í hvítu rúmi og bleika silkináttkjólnum
með sólina í bakinu
og þig á maganum.  
karja
2000 - ...


Ljóð eftir körju

kamelblús
ástríðulausa stelpan
þvottadagar
kuldinn
garðaprjón á pósthússtræti
þessi stelpa (vol. I)
lífið er lag
hryggbrotin
rauður bíll
pláss
a.m.k. (ég hata þetta orðasamband)
veistu
kletturinn
loforð
að ganga sólin á enda
einskismannskona
bleiki silkináttkjóllinn (vol. I)
þessi stelpa (vol. II)
bleiki silkináttkjóllinn (vol. II)
ég vona
óðurinn til barnæskunnar