veistu
ætli þú vitir
að ég ætlaði að heyra í þér?
senda þér skilaboð,
vita hvernig þér liði,
þótt ég gerði það ekki.

ætli þú vitir
að ég grét í þrjá daga?
yfir þér og því
hvað þetta er ósanngjarnt.
en gleymdi því svo.

ætli þú vitir
að ég kom að kveðja þig?
sat aftast
og grétt eins og síðast,
og gerði krossmark.

ætli þú vitir
að við knúsumst á djamminu?
tölum um þig
fallega, auðvitað
og söknum þín.

ætli þú vitir
að anna er hætt að reykja?
því við erum öll svo
asnalega meðvituð
um dauðleika okkar.
 
karja
2000 - ...


Ljóð eftir körju

kamelblús
ástríðulausa stelpan
þvottadagar
kuldinn
garðaprjón á pósthússtræti
þessi stelpa (vol. I)
lífið er lag
hryggbrotin
rauður bíll
pláss
a.m.k. (ég hata þetta orðasamband)
veistu
kletturinn
loforð
að ganga sólin á enda
einskismannskona
bleiki silkináttkjóllinn (vol. I)
þessi stelpa (vol. II)
bleiki silkináttkjóllinn (vol. II)
ég vona
óðurinn til barnæskunnar