

þú fórst fyrir korteri.
ég veit það því ég sá næsta strætó,
gægjast fyrir hornið.
svo ég setti á mig sólgleraugun
og gekk sólina á enda.
það er fínt að ganga sólina á enda,
sérstaklega í mildu, hlýju veðri,
eins og núna, (nógu hlýtt fyrir enga vettlinga)
samt sagðirðu að bráðum kæmi lægð.
og þú hafðir rétt fyrir þér,
því þegar ég var búin að ganga sólina á enda
kom hún.
ég veit það því ég sá næsta strætó,
gægjast fyrir hornið.
svo ég setti á mig sólgleraugun
og gekk sólina á enda.
það er fínt að ganga sólina á enda,
sérstaklega í mildu, hlýju veðri,
eins og núna, (nógu hlýtt fyrir enga vettlinga)
samt sagðirðu að bráðum kæmi lægð.
og þú hafðir rétt fyrir þér,
því þegar ég var búin að ganga sólina á enda
kom hún.