Í sveit hjá mér
Amma sendi mig í kaupstað
að finna mér kvenmannsbelg
Það semsé vantar kaupakonu
til að þvo leppanana af mér

Heil tuttugu ár hef ég þó notað
leistana sem að hún gaf mér
Ég þvoði víst af mér um árið
sem að hún Katla gamla gaus

Þá við Jón á Hóli fórum saman
á töðu gjöld í næstu sveit
Þó er fólk að segja ég aldrei hafi
útfyrir hreppamörkin séð

En nú er víst mál að festa ráð sitt
og láta af öllum djörfum leik
Ég veit þar bíða í kaupstað konur
sem þrá að búa í sveit hjá mér  
Aðalsteinn Stefánsson
1960 - ...


Ljóð eftir Aðalstein Stefánsson

Í sveit hjá mér
Þú gefur mér
Hvert liggur leið
Þú fylltir allt fegurð
Á jólanótt
Mamma
Liljan
Ég var fullur
Í gær
Þegar húmar
Einhvers staðar
Seint síðla nætur
Kærasta hugsun mín