Í gær
Ég er aleinn hérna á sveimi
í björtum huglægum heimi,
horfi á alheiminn innanfrá
með brostinni brá

Enginn veit að ég er á lífi
hátt á himninum svífi,
og ekki neinn tekur eftir mér
né nokkur mig sér,
því er ég hér?

Í gær, gekk ég um stræti
Í gær, grét ég bæði og hló
Fullur hroka og yfirlæti,
einmana og fár ég dó
Í gær

Er ég horfi til baka,
er af nógu að taka;
víða hef farið og margt hef séð
Nú sáttur ég kveð

Því nú opnast mér nýir heimar,
Óravíddir og geimar
Opnast fyrir mér ókunn svið
og gullslegin hlið
Hér finn ég frið  
Aðalsteinn Stefánsson
1960 - ...


Ljóð eftir Aðalstein Stefánsson

Í sveit hjá mér
Þú gefur mér
Hvert liggur leið
Þú fylltir allt fegurð
Á jólanótt
Mamma
Liljan
Ég var fullur
Í gær
Þegar húmar
Einhvers staðar
Seint síðla nætur
Kærasta hugsun mín