

Það hrörnar kona í húsi
og hún veit það.
Hún veit líka að
enginn annar veit það.
Það hrörnar sál í barni
og því blæðir að innan.
Það veit það en
enginn annar veit það.
Það hrörnar heimur í geimi
og ég veit það
og ég veit líka að þú veist það.
Það hrörnar líf í heimi
og við vitum það
en við vitum líka
að enginn annar
vill vita það.
og hún veit það.
Hún veit líka að
enginn annar veit það.
Það hrörnar sál í barni
og því blæðir að innan.
Það veit það en
enginn annar veit það.
Það hrörnar heimur í geimi
og ég veit það
og ég veit líka að þú veist það.
Það hrörnar líf í heimi
og við vitum það
en við vitum líka
að enginn annar
vill vita það.