´E-mail ÁST´
fyrir e-mail:

´Þú ert grimmur
þú ert úlfurinn í Rauðhettu
þú ert vatnaskrímsli
slímugur og ljótur,

þú særir mig með þögn þinni´

eftir e-mail:

´Blóðið rýkur upp í haus
hjartað slær hraðar
mér verður mál að æla
hendin á mér skelfur
augun mín leita
lesa bréfið sem loksins kom...´
 
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´