´losti´
ég sé hvernig þú horfir á mig
sé hvernig þú þráir
sé hvernig þú vonar
finn heita andardráttinn
þegar að þú hvíslar í eyra mitt
finn fyrir hjartslættinum í hendi minni

´þú ert með þokka´ sagðirðu
ég veit hugsaði ég og glotti

get gert menn brjálaða
sendi þeim skilaboð
með efnafræðilegri blöndu
sem engin kann, engin skilur
en allir vilja

held utan um þig
þú ert sofnaður
finn lyktina af þér
finn bragðið af þér
kyssi varir þínar
kyssi enni þitt
(þú ert svo fallegur)
strýk þér öllum

breiði sænginni yfir þig
horfi á þig

læðist síðan út

tómleikatilfinningin tekur völdin
étur sig í gegnum hjarta mitt
skilur eftir holu
 
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´