´Brennd á báli´
Ég elska 3 menn
ég veit - það er bannað
ætti að vera brennd á báli eins og norn á miðöldum
Ég reyni að rökræða við hjarta mitt
En það snýr upp á sig og ullar á mig
Hleypur í burtu án þess að ég fái nokkru ráðið
Skýin sigla tignarleg í beinum röðum fyrir ofan mig
Ég horfi upp, kalla á guð en fæ ekkert svar

Ég vildi geta klónað mig í 3 persónur
Lifa 3 lífum með mönnunum mínum 3
Hittast síðan árið 2047 á Hrafnistu
og bera saman bækurnar
Hver var sá rétti ?  
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´