´ertu hissa?´
Þú fékkst það inn í hjarta mitt
skildir sæðið eftir þar til þess að harðna,
það festist við æðarnar mínar
huldi blóðkornin

þegar að hjarta mitt berst við að pumpa blóði mínu
fer hluti af þér með í hringferðina
aftur og aftur
hring eftir hring

Núna ertu hissa
á að ég hugsi um þig

ég get ekki að því gert

þú ert orðinn hluti af mér....
 
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´