´Þúsund litlir steinar´
Hann situr einn
skjárinn kastar á hann ljósi í myrkrinu
hann lítur út um gluggann
sér að það er farið að birta
sólin er farin að kíkja
rauð og glaðleg
augu hans eru rauð og döpur
sorgmædd
stóri líkami hans þreyttur
hann felur andlit sitt í stóru höndunum sínum
grætur táralausum gráti
stendur upp
í hjarta hans hringla þúsund litlir steinar
hann drattast áfram
leggst í rúmið sitt
klukkan er orðin korter yfir þrjú

hver getur lagað brotið hjarta?  
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´