´working 9 - 5´
sit við skrifborðið
langar til að æla á það
illt í maganum
illt í hjartanu

´tipptipptipptippklapptipp tipptipp´
heyrist allsstaðar í kringum mig
litlausar verur að vélrita

einhver hringir

´vúmm vúmm´ heyrist í viftunni fyrir ofan mig

leiðinlegi læknirinn strunsar framhjá með geðvonskulátum

´tipptipptipp primm primm primm´
heyrist allsstaðar í kringum mig,
verður hærra og hærra

hleyp inn á klósett
æli þessu litlausa lífi
 
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´