´Sunshine Avenue´
Rigningin kítlar mig létt
ég finn dropana leka niður hálsinn minn
fæ hroll
ég er ein fyrir utan gluggann þinn
horfi upp
ekkert ljós
nema smá birta frá götuljósinu á horninu
hurðin er lokuð
ég dingla...
...ekkert svar
bíð samt aðeins

rigningin hlær að mér
slær mig utan undir

ég fer ein í burtu
niðurlút  
Embla Torfadóttir
1973 - ...


Ljóð eftir Emblu Torfadóttur

´sorgmædd´
´BLÁA SÁPUKÚLAN´
´E-mail ÁST´
´ertu hissa?´
´Leið 15´
´Sunshine Avenue´
´Eldspýtan´
´Þúsund litlir steinar´
´Brennd á báli´
´losti´
-C-
´Eina nótt í Mars´
´heilinn minn´
´í strætó skrifar maður illa´
´hjartaaðgerð´
´partý´
´bráðum 30 ára´
´working 9 - 5´
´Nostalgía´