

Rigningin kítlar mig létt
ég finn dropana leka niður hálsinn minn
fæ hroll
ég er ein fyrir utan gluggann þinn
horfi upp
ekkert ljós
nema smá birta frá götuljósinu á horninu
hurðin er lokuð
ég dingla...
...ekkert svar
bíð samt aðeins
rigningin hlær að mér
slær mig utan undir
ég fer ein í burtu
niðurlút
ég finn dropana leka niður hálsinn minn
fæ hroll
ég er ein fyrir utan gluggann þinn
horfi upp
ekkert ljós
nema smá birta frá götuljósinu á horninu
hurðin er lokuð
ég dingla...
...ekkert svar
bíð samt aðeins
rigningin hlær að mér
slær mig utan undir
ég fer ein í burtu
niðurlút