

Dökki skugginn í lífi mínu
eltir mig hvert sem ég fer
ert í draumum mínum
ert í vöku minni
fyrir framan mig
dökkur yfirlitum eins og Lúsífer
brosandi
með úfið hár
minnir á villidýr sem mig langar að temja
í röndóttri peysu
hendur í vösum
málingarslettur á buxunum þínum
Setur þig í stellingar
sýnir í þér tennurnar
hoppar á mig
fellir mig
ég reyni að flýja
get það ekki
hverf inn í heim þinn
eltir mig hvert sem ég fer
ert í draumum mínum
ert í vöku minni
fyrir framan mig
dökkur yfirlitum eins og Lúsífer
brosandi
með úfið hár
minnir á villidýr sem mig langar að temja
í röndóttri peysu
hendur í vösum
málingarslettur á buxunum þínum
Setur þig í stellingar
sýnir í þér tennurnar
hoppar á mig
fellir mig
ég reyni að flýja
get það ekki
hverf inn í heim þinn