Quintusarkviðlingur
Quintus kvalinn
kyns síns leitar
Ráf hans loks
til Rómar leiðir
Sólguð segir
þau sjá ei muni,
,,skunda heldur
á skáldanna braut"
,,Ber þér, Quinte,
kviður semja
gyðjur lista
lof sem mig
eigi er ráð
við rögn að stríða
eg þig annast
arka veg Rómar"
kyns síns leitar
Ráf hans loks
til Rómar leiðir
Sólguð segir
þau sjá ei muni,
,,skunda heldur
á skáldanna braut"
,,Ber þér, Quinte,
kviður semja
gyðjur lista
lof sem mig
eigi er ráð
við rögn að stríða
eg þig annast
arka veg Rómar"
Til útskýringar, þá lásum við um æviár skáldsins Quintusar Horatiusar Flaccusar í latínu. Hann gekk ungur í her Brútusar gegn Octavianusi, sem síðar varð keisari og tók sér nafnið Ágústus. Hermenn Brútusar tapa lokaorustunni og flýja af hólmi, þar á meðal Quintus. Hann snýr heim og kemst að því að Octavinanus hefur hrakið þá sem ekki studdu hann í baráttunni á vergang og falið uppgjafarhermönnum sínum lönd þeirra. Foreldrar Quintusar hafa þannig flosnað upp af jörðum sínum og Quintus hefur örvætningafulla leit að þeim um hvippin og hvappin á Ítalíu. Hann kemur að hliðum Rómar en þorir ekki að halda inn. Appolon vitrast honum í draumi og tjáir honum að hann skuli láta af vonlausri leitinni en helga sig kveðskap og listum og lofar honum á móti verndarvæng.
Þetta er mestmegnis unnið upp úr köflum 34 og 35 (að mig minnir) í Oxford Latin Course.
Þetta er mestmegnis unnið upp úr köflum 34 og 35 (að mig minnir) í Oxford Latin Course.