Quintusarkviðlingur
Quintus kvalinn
kyns síns leitar
Ráf hans loks
til Rómar leiðir
Sólguð segir
þau sjá ei muni,
,,skunda heldur
á skáldanna braut"

,,Ber þér, Quinte,
kviður semja
gyðjur lista
lof sem mig
eigi er ráð
við rögn að stríða
eg þig annast
arka veg Rómar"

 
Einar Steinn Valgarðsson
1984 - ...
Til útskýringar, þá lásum við um æviár skáldsins Quintusar Horatiusar Flaccusar í latínu. Hann gekk ungur í her Brútusar gegn Octavianusi, sem síðar varð keisari og tók sér nafnið Ágústus. Hermenn Brútusar tapa lokaorustunni og flýja af hólmi, þar á meðal Quintus. Hann snýr heim og kemst að því að Octavinanus hefur hrakið þá sem ekki studdu hann í baráttunni á vergang og falið uppgjafarhermönnum sínum lönd þeirra. Foreldrar Quintusar hafa þannig flosnað upp af jörðum sínum og Quintus hefur örvætningafulla leit að þeim um hvippin og hvappin á Ítalíu. Hann kemur að hliðum Rómar en þorir ekki að halda inn. Appolon vitrast honum í draumi og tjáir honum að hann skuli láta af vonlausri leitinni en helga sig kveðskap og listum og lofar honum á móti verndarvæng.
Þetta er mestmegnis unnið upp úr köflum 34 og 35 (að mig minnir) í Oxford Latin Course.


Ljóð eftir Einar Stein Valgarðsson

Víg Þráins á höfuðísum (Njála)
Quintusarkviðlingur
Heilræðavísur
Ferðaraunir (Krítarferð)
Næturljóð
Ort í sandinn
Skálaglamm
Sumarnætur
Drykkjuvísa
Undir Urðarmána
Nátttröllið
Fyrirheitna landið
Regn
Þurrkuð blöð ástarinnar
Gengið framhjá kirkjugarði
1001 nótt
Ránfuglar (uppfært)
Tilfinningarök
Svona gerum við...
Í byltingu er barn oss fætt - Árnaðaróður til Eldeyjar Gígju Vésteinsdóttur við nafngift hennar, 11. febrúar 2009
Upprisa
Andrea elskar mig
Mannúðarsjónarmið
Mannúðarsjónarmið II
Mannúðarsjónarmið III
Mannúðarsjónarmið IV
Stúlkurnar á næsta borði
Mannúðarsjónarmið V
Fésið og lækurinn
Bankaverndarlög
Svipmynd
Ólafs limrur forseta
MJ
Hausthæka
In memoriam
Veðurvísa til Vésteins bróður
Að þekkja áreitni
Alnetsvísan
Lágbeltislimra
Áhugaverðir tímar
Atvinnuleit
Rebel
Klausturdóni á Evrópuþingi
Siðferðislegar vangaveltur um Þjóðernisstefnu
Talhólfskveðja
Die Modernisierung des Mannes
Tvísöngur
Kertafleyting