Kerlingin og Dauðinn
Ég hitti á vegi kerlingu góða
sem sagði mér sögur af stríðinu stóra
hún lamdi sér á læri
og prísaði landsins gæði.
Hún sagðist hafa fundið dauðann
særðan undir húsveggnum rauða
hann sárt var slaginn
og lurkum laminn.
Sá særði tók sér taki hörðu
og fálmaði eftir kerlingu köldu
hún brosandi við skrattan samdi
og lifir nú í logalandi.
Hann gleymir henni í hverri ferð
af listanum var hún burtu keyrð
nú lifir hún í leyni
undir litlum steini.
Ég hitti á vegi kerlingu óða
sem sagði mér sögur af dauðanum móða
hann særður lá
hún læknaði þá.
sem sagði mér sögur af stríðinu stóra
hún lamdi sér á læri
og prísaði landsins gæði.
Hún sagðist hafa fundið dauðann
særðan undir húsveggnum rauða
hann sárt var slaginn
og lurkum laminn.
Sá særði tók sér taki hörðu
og fálmaði eftir kerlingu köldu
hún brosandi við skrattan samdi
og lifir nú í logalandi.
Hann gleymir henni í hverri ferð
af listanum var hún burtu keyrð
nú lifir hún í leyni
undir litlum steini.
Ég hitti á vegi kerlingu óða
sem sagði mér sögur af dauðanum móða
hann særður lá
hún læknaði þá.