Nýjar tíðir
Nýa árið skall á
með uppköstum.
Rakettur í loftinu stutta stund
en liggja nú á jörðinni svartar
og leifarnar af hangikjötinu
sósunni og sykruðu kartöflunum
eru í klósettinu
eða á stofugólfinu.
Sjónvarpið kastar upp gömlum restum,
- fyrri stríð og túberað hár
og engin man lengur hvað
forsætisráðherrann sagði.
Kampavínsglösin standa hálf tóm
á borðinu
sem er fullt af nammibréfum
og sígarettustubbum.
Ég sit ein í sófanum og horfi á aðra
kasta upp gömlum restum frá fyrra ári.
Sljóvgaðir til að geta horfst í augu við það nýja.
Meðvituð horfi ég á
meðan á uppköstunum stendur
til að geta séð betur
hvað nýjar tíðir bera í skauti sér.
með uppköstum.
Rakettur í loftinu stutta stund
en liggja nú á jörðinni svartar
og leifarnar af hangikjötinu
sósunni og sykruðu kartöflunum
eru í klósettinu
eða á stofugólfinu.
Sjónvarpið kastar upp gömlum restum,
- fyrri stríð og túberað hár
og engin man lengur hvað
forsætisráðherrann sagði.
Kampavínsglösin standa hálf tóm
á borðinu
sem er fullt af nammibréfum
og sígarettustubbum.
Ég sit ein í sófanum og horfi á aðra
kasta upp gömlum restum frá fyrra ári.
Sljóvgaðir til að geta horfst í augu við það nýja.
Meðvituð horfi ég á
meðan á uppköstunum stendur
til að geta séð betur
hvað nýjar tíðir bera í skauti sér.