Hvötin
Í viðjum mér ólgar þrá
frumhvöt lífsins sem nötrar í innviðunum
líkaminn skelfur þar til glóandi aska klífur jarðskorpuna
Vilji þess brýst upp á yfirborðið
Ævafornt eðli veiðimannsins tekur stjórn

Angur þess knýr mig áfram
rænir mig skynseminni
ber mig til endalausrar leitar

Ég þrái að finna konu
sem er hrein og tær
eins og íslenska vatnið
fögur sem stórbrotin náttúran
indæl, ljúf og góð

Dularfull og spennandi stúlka
samt svo nálæg og blíð
Persónuleikinn fyrir fögur beinin
er sem litur á svarta mynd
glæðir hana fullkomnri ásjónu

Hún er íhugul og rannsakandi
forvitin um tilgang gangverksins
saman verða hugsanir okkar skýrar

Hlátur hennar líkur svanasöng
fágætur, ljúfur og ilhlýr
Bros hennar syndir um mig
varmur með fiðringi
Og ég horfi dolfallinn
á þennan upplýsta engil

Með dagdrauminum deyr ímynd hennar
en ég er enn
lifandi í endalausri leit  
Huginn Þór Grétarsson
1978 - ...
14.07.2004


Ljóð eftir Huginn Þór Grétarsson

Bara einu sinni enn
Stelpa í stríði
Yngismær
Tröppugangur
Að eldast
Lífsförunautur
Tannlæknir
Ofvitinn
Bréfið
Lesari
Blessuð séu jólin
Nætursvefn
Frátekin
Hvötin
Fall af framabraut
Himnaríki eða helvíti
Hyldjúp vandræði
Svört Olía
Fastur í fótsporum
Sólarljósið
Vonin
Ástardans