Stelpa í stríði
Opna augun, uppá gátt
svo björt og góð
ég vil finna heimsins sátt
á stríðinu orðin móð.

Trítla yfir götuna
ég er að fara fyrir mömmu
að sækja vatn í fötuna
vatn fyrir hana ömmu.

Vatnið lekur hægt
kannski það sé búið
afhverju getur stríðinu ekki lægt
eða við, einhvert burtu flúið?

Vatnið komið, fatan þung
sprengjan springur, ég dett niður,
og ég sem var svo ung
Afhverju gat ekki verið friður?
 
Huginn Þór Grétarsson
1978 - ...


Ljóð eftir Huginn Þór Grétarsson

Bara einu sinni enn
Stelpa í stríði
Yngismær
Tröppugangur
Að eldast
Lífsförunautur
Tannlæknir
Ofvitinn
Bréfið
Lesari
Blessuð séu jólin
Nætursvefn
Frátekin
Hvötin
Fall af framabraut
Himnaríki eða helvíti
Hyldjúp vandræði
Svört Olía
Fastur í fótsporum
Sólarljósið
Vonin
Ástardans