Að eldast
Fastur í tímaglasi tilverunnar
tifandi tikk takk
Fer kannski í bíó, horfi á imbann
eða les bók til að þykjast góður
Annars stari ég á vegginn, geri ekkert
Eyrðarleysi smáu augnablikanna
Meðan lífið þýtur hjá
og sandurinn rennur til þurrðar.
 
Huginn Þór Grétarsson
1978 - ...
Jæja, sast niður til að eiga hið minnsta eitt ljóð sem væri nýrra en 10 ára gamalt. Þetta gerði ég núna á einhverjum 10 mínútum innblásið af hugsunum er ég ferðaðist um í vetur og íhugaði tilveruna og hvað ég skyldi takast á við í framtíðinni.


Ljóð eftir Huginn Þór Grétarsson

Bara einu sinni enn
Stelpa í stríði
Yngismær
Tröppugangur
Að eldast
Lífsförunautur
Tannlæknir
Ofvitinn
Bréfið
Lesari
Blessuð séu jólin
Nætursvefn
Frátekin
Hvötin
Fall af framabraut
Himnaríki eða helvíti
Hyldjúp vandræði
Svört Olía
Fastur í fótsporum
Sólarljósið
Vonin
Ástardans