Vinarbæn
Sírenuvæl-
sjúkrabíll—
-Hugur hraður hugsar:
“Almáttugur!
láttu vininn minn vera heilan”


Drykkjuræfill-
dópistar á Hlemmi –
-Hugurinn hraður er:
“Guð!
veittu vininum mínum styrk”


Glatt par á götu-
gömul sæt hjón—
-Hugurinn hægir á:
“Hamingja!
lát ei vininn minn vera einan”


Nýir skór-
nóg að borða—
-Hugsun hamingjurík:
“Lukka!
veit vini mínum gæfu”


Heiður himinn-
sólarlag—
-Hugur rólegur er:
“Vellíðan!
vertu vini mínum alltaf hjá”


Blómarós-
bros út að eyrum—
-Hugurinn hljóður er:
“Gæfa!
veit vininum mínum ástríki”
 
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf