Vinur minn
Ég vel þekki engil í mannsmynd
engum öðrum líkur er
Held þó oft hann hafi ei hugmynd
hversu frábær hann er

Allt sitt besta fyrir aðra gerir
þótt annir séu hjá honum
Bestir finnast mér armar hans berir
og brjóst hans fullt af vonum

Að falla ljúft í faðminn hans
fanga ilm og góða hlýju
Ég veit hann vinsæll í kvennafans
vart ég fanga hann að nýju

Ég held samt hann viti hve kær
konunni mér hann er
Veit hann vel af vænlegri mær?
ég vildi hann væri hér.
 
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf