Kveðja
Ekki veit ég vinur minn
vel hvað út af brá.
Áður þú áttir huga minn,
ákaft ég brann af þrá.

Er loku þú skaust fyrir ljósið mitt
þá lyppaðist ég niður.
Ég viss\'ei önnur ætti hjarta þitt.
Enn mér þykir það miður.

En gengin spor ég græt ei lengur
því gæfan mér snérist í vil.
Ég veit í dag ég er happafengur,
ég svo miklu meira skil.

Ekki það versta var að vera einn
endalausar nætur.
Heldur það að hjá mér ei neinn
herrann festi rætur.

Stopp ég sagði og hætti að sýta
og sorgartárin fella.
Núna mun ég hverja stund nýta
því nærri er elli-kella :o)

Hvar ég verð um næsta vor
veit ég eigi núna.
Það eitt ég veit að kjarkur og þor
þjöppuðust inn í frúna.

Áfram ég stend og ætla lengra
alla leið til enda.
Þótt í búi mínu æ verði þrengra
þá ekkert ill mun henda.

Líttu upp og ljósið sjáðu
í ljúfri sálu þinni.
Sálarró og styrkinn fáðu
úr sögu-vísu minni.

Einskis annars en góðs ég óska þér
ekki gleyma því.
Þú geymir bara það góða frá mér
þar til við hittumst á ný.

Hvort það verður hérna megin
hnettinum þessum á.
En fagna mun ég þér ósköp fegin
þá færðu mér kossinn frá.

 
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf