Enn ein bænin
Að loknum degi eftir langt puð
langar mig að þakka þér Guð
Hversu vel þessi dagur fór nú
ekki sakar að hafa góða trú
sem huggun veitir líkt og snuð

Ég lúin leggst og lofa þig
lofaðu alltaf þú sjáir um mig
Barnið þitt blíða mun ég vera
bara ég hafi nóg að gera
því margur heldur mig sig

Gefðu að ég góðan mann hitti
grönnu haltu mínu mitti
Maðurinn sá má vel vera hár
ekki sakar að hann sé klár
Ég lítið mig kæri um eitthvað slytti
 
Björgin
1964 - ...
Sakar ekki að prufa........ :o)


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf