Stelpuskottið mitt
Skemmtilegt á ég stelpuskott
sem sífellt er að spyrja
Mamma, mun ég verða flott?
Má fjörið byrja núna?

Ung að árum hún undrast margt
en unir sér lítt við lestur
Henni finnst mikið á sig lagt
hana langar að vera hestur

Helst hún vildi í sveitinni vera
hendast á milli staða
þar mun vera nóg að gera
hennar staður er hlaða

Unir sér ekki á skólabekk
stríðir og potar í hina
kennurum sínum gerir grikk
þessi káta litla vina

Seinna náði stúlkan áttum
settist og fræðin las
breytt er og bætt í háttum
blítt er hennar fas
 
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf