Lítið barn
Ég er bara lítið barn,
barn sem ekkert skilur.
Kaldur vindur og kalt hjarn –
kuldinn – hann ekkert dylur.

Nú falla laufin líkt og áður
langt er ei í vetur.
En ekkert verður eins og áður,
eitthvað ég hefði átt að gera betur.

Í sumarlok ég sveif á skýjum,
sæl ég gaf mig alla.
Í örmum þínum – öruggum – hlýjum
ölvuð lét mig falla.

Viss í minni vitund var ég þá
vissi að ástin var hér.
Vissi að þú vildir vera mér hjá
vildir gefa af þér.

Svo fór um þig vinur vondur hrollur
vafi og kvíði kaldur.
Feiknin öll er þinn fortíðartollur
fall-valtur örlagavaldur.

Það dró fyrir ský og dimmdi af degi,
dæmdi mig í burtu síðan.
En vonin var mín og vildi ég eigi
viðurkenna vonda líðan.

Því sorgin er stór og söknuður líka
stingur og nístir rætur.
Aftur hélt ég aldrei slíka
aftur að gráta um nætur.

Ég hélt að sorgin sagt hefði bless
svo sátt ég var að unna.
Mér fannst ég vera voða hress
vilja lífið og kunna.

Svo snöggt þú snérist vinur minn
snérir þér burtu frá mér.
Hræddur og tættur er hugur þinn
heljargrip hann hefur á þér.

Hugarró og heilsu óska ég þér
heitt frá mínu hjarta.
Ást og kærleik færðu frá mér
og framtíðina bjarta.

Ef einhvern tíma enn og aftur
efinn leitar á þig,
þá líttu upp – þar er ógnarkraftur
þiggðu fyrir þig.

Bara ekki gleyma blíðri mær
Björginni sem snerti hjartað.
Því ég er bara barn sem er engu nær
barn sem ei getur kvartað.

Vona bráðum að þú munir vilja
veita mér þau svörin
sem hjálpa mér að sjá og skilja
svo engin verði örin.
 
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf