Að leiðarlokum
Með Grand í glasi og grát í kverkum
ég velti fyrir mér mínum lífsins verkum
Hef ég gengið til góðs?
Enn á ný skal ákvörðun taka
eitthvað sem ég aldrei tek til baka
Verður það mér til hnjóðs?

Ég vissi ekki fyrst vel hvað ég vildi
ég veit þú átt til fullt af mildi
en ástina hvergi ég sé.
Ég vil ekki halda áfram að þykjast
finna þögnina um okkur lykjast
vil ekki meira spé.

Seinna muntu sjá og þakka mér
svolítið kannski ég kenndi þér
sem verður þér í hag.
Ég bið þér blessunar alla tíð
birtan og ástin munu koma um síð
Nýr dagur eftir þennan dag.  
Björgin
1964 - ...
Takk fyrir samfylgdina minn kæri


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf