Magapest
Sífrandi var ég stynjandi
skálinni yfir standandi
því maginn var í hnút
og allt á leiðinni út
mér leist ekki á kroppahljóðin kraumandi

Tafsandi til Guðs míns bað
en ekki tókst nú það
því líðanin varð verri
og einhver innri hnerri
skaut mér hálfa leið út á hlað

Emjandi í eitruðu móki
engill birtist með glas af kóki
og er ég svolgraði á
af mér aftur fór að brá
ég varð aftur að gleðinnar hróki
 
Björgin
1964 - ...


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf