Krumlan
Krumlan gamla er komin aftur
krafsar hjarta mitt í
Kroppar og nagar sem ógnar-kjaftur
og kraumar enn á ný

Hún löðrungar mig og lemur oft
lætur sem ég sé skítur
Leyfir ei mínum löngunum á loft
lætur sem svart sé hvítur

Þrúgandi margar þrautir sendir
sem þurs í huga mér
Þrengir að mér og af þunga hendir
þanka-brotum frá sér

Vilja minn og vonir brýtur
vill að ég muni brotna
Veit að veikan kraft minn þrýtur
vakandi vill yfir mér drottna

Sýkir allt og sjúklega sýgur
sálina litlu mína
Segir ei neitt, en samt hún lýgur
ei sýnileg sú lína

Hvenær mínu hugarstríði lýkur
hrelld ég hugsa ei
Hugurinn yfir hæðir fýkur
hrædd er orðin mey
 
Björgin
1964 - ...
Þunglyndislegar hugsanir frá fyrri árum


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf