Líf
Við dauðans dyr ég stóð um stund
stór en samt svo smá.
Var ekki viss hvort ég vildi þann fund
sem vondar vættir ýttu mér á.

Leit ég upp og ljós ég sá
baðað í ljómandi björtu.
Lífið síðan leiddi mig frá
ljúft það sýndi mér hjörtu.

Hjörtu sem tifa og hjörtu sem slá
hjörtu sem engu leyna.
Heitari ósk enga áttu sér þá
en þau endurheimtu meyna.

Úr viðjum braust heill vonaher
og vildi heim mig bera.
Úr helju ég kom og hér ég er
og hér ég ætl\'a að vera.  
Björgin
1964 - ...
Frá árinu ´93 eða ´94


Ljóð eftir Björgina

Vinarbæn
Titringur
Söknuður
Lítið barn
Kveðja
Ekki allsvarnað
Án titils
Bæn
Hvenær........??
Bænar-korn
Minningarbrot.... hvers??
Að leiðarlokum
Líf
Týndi prinsinn
Í upphafi.....
Örþankar
Draumur.. já ætli það ekki bara :o)
Vonlaus draumur??
Krumlan
Takk minn kæri
Stelpuskottið mitt
Magapest
Enn ein bænin
Kvíðastormur
Vinur minn
Upprisa
Hringferð
Falleg sending
Golf