

Snjóhvítur snjórinn
glitar og sindrar
eins og stjörnur
í óravídd geimsins.
Ósnertanlegur
óendanlegur
eins og fjarlægðin sjálf.
En allt í einu er hann horfinn
allt er svart.
Hversu langt er þar til
stjörnur geimsins hverfa
og ekkert verður til á ný?
Aðeins myrkrið og tómið
svartholið eitt.
glitar og sindrar
eins og stjörnur
í óravídd geimsins.
Ósnertanlegur
óendanlegur
eins og fjarlægðin sjálf.
En allt í einu er hann horfinn
allt er svart.
Hversu langt er þar til
stjörnur geimsins hverfa
og ekkert verður til á ný?
Aðeins myrkrið og tómið
svartholið eitt.