Liðin helgi.
Framundan helgi
amstur og erill hverfur
rósemd, kyrrð og hvíld
eða hvað ?
Innan úr innstu sálarkimum
æpir einmanaleikinn
lífins mesta kvöl.

Í ys fjöldans, hávaði öldurhúsanna
mannmergð, troðningur
Klappað á axlir..hvíslað í eyra
Hlegið og kallað
Kunningjar, vinir,
Innantómt spjall..kveðjur.

Amstur og erill daganna hafinn á ný
Hvert fór helgin
Óljós minning
fortíðar
Ekkert eftir nema
þreyta og þjáning
Kannski er besta hvíldin
fjarri vinum
Fjarri masi um ekkert
Athvarf hins einmana er vinnan
Þar gengur lífið sinn vanasta gang.
 
Jón Ingi
1952 - ...


Ljóð eftir Jón Inga

Kirkjugarður.
Farfugl.
Liðin helgi.
Vonbrigði.
Þrá.
Jólagleði ?
Fyrsti snjórinn.
Það birtir á ný.
Brostin ást.
Snjókorn gæfunnar ?
Hvítar lendur.
Kárahnúkar (Im memoriam)
Sorg.
Fortíð-framtíð.
Hvað er ást ?
Höfuðverkur.
Áramót.
Gleði.
Einmana.
Hefnd og þó.
Vor ?
Fréttir.
Óvissa !
Glitrar og hverfur.
Nýtt líf.
Hlekkir.