Snjókorn gæfunnar ?
Af himni fellur
hvítt sem sál
nýfædds barns,
létt sem dúnn, snjókorn!
Dansar í hægum vindi,
fangað af auga
einmana fljóðs.

Eitt andartak gleymast
sorgir og tregi.
Tárvot augu horfa
á dans þess hins hvíta
korns, sem fellur
af himni.

Andartak er kornið
eitt milljóna,
í öndvegi lífs
þeirrar sorgmæddu,
sem situr og bíður
eftir hamingju sinni.

En allt sem fellur, stöðvast
að lokum og hverfur
Hamingjan kom ei með korninu hvíta.
Allir sem sitja og bíða,
eftir lífsgæfu sinni,
bíða til efsta dags.




 
Jón Ingi
1952 - ...


Ljóð eftir Jón Inga

Kirkjugarður.
Farfugl.
Liðin helgi.
Vonbrigði.
Þrá.
Jólagleði ?
Fyrsti snjórinn.
Það birtir á ný.
Brostin ást.
Snjókorn gæfunnar ?
Hvítar lendur.
Kárahnúkar (Im memoriam)
Sorg.
Fortíð-framtíð.
Hvað er ást ?
Höfuðverkur.
Áramót.
Gleði.
Einmana.
Hefnd og þó.
Vor ?
Fréttir.
Óvissa !
Glitrar og hverfur.
Nýtt líf.
Hlekkir.